Monday, June 13, 2011

harid!

Eg er algjort krulludyr daudans herna utaf hitanum og rakanum. Samt er harid thurrt - thad er thurrara herna nuna en thegar eg var i mars, thott thad se samt endalaust strid vid rakann herna. En harid - jesus minn. Eg og slettujarnid best friends. Eg se mer bara ekki annad faert en ad fara a hargreidslustofu annan hvern dag til ad thvo og sletta a mer harid. Thad er nu ekkert leidinlegt. Madur faer svona 10 minutna hofudnudd med alls kyns kunstum i leidinni og thaer thvo harid ekkert sma vel. Og ef madur er ekki maladur er madur thveginn i framan lika (og um eyrun - ekki gleyma theim). Thad eru svona litlar hargreidslustofur ut um allt hreinlega og madur getur bara gengid inn. Svo eru ser stadir fyrir karlmenn - eda their eru bara klipptir uti a gotu. Sidan er lika ad finna staerri stofur, svona tiskustofur (toni and guy og svoleidis). Svona thvottur, nudd og ad sletta harid kostar a bilinu 20-30.000 dong =1-1,5 dollara. Og madur ma koma med sitt eigid sjampo.
En rakinn og rigningin - thad koma rosalegar thrumur og svo rignir alveg brjalaedislega. En thad er oft kaldara a eftir svo thad er agaett. Husmaedurnar alltaf a vaktinni ut af thvottinum. Folk er alltaf ad skipta um fot og thvo og hengja ut thvott herna uti a svolum i husunum i kring. Komnar ut kl 7 ad hengja ut blessadar. Eg held ad folk fari med staerri stykki (lok og svoleidis) oft i thvottahus (og fot oft lika) lika tha kemur thad alveg thurrt til baka.
For i gongutur i kvold og gekk heillengi. Er eina gangandi manneskjan i ollu thessu mannhafi!! Thad er ad segja a gangi fra einum stad til annars. Thad eru allir a motorhjoli, hjoli eda i leigubil. Thad er audvitad ogrynni af folki a gangstettunum en thad er allt ad selja eitthvad eda situr thar og er ad borda a utiveitingastodum (a gangstettinni i bokstaflegri merkingu a litlum barnastolum), drekka bjor eda kaupa eitthvad.
Eg fann katholsku kirkjuna sem eg sa sidast og thar er thessi fini forgardur med fullt af bekkjum og meira ad segja svalandi vindblae og ekkert folk (fyrir utan nokkrar gamlar konur). Hitti svo konu sem heitir Vinh, systur Thuy, vinkonu minnar sem byr a Islandi. Hun talar fina ensku og gaman ad hitta hana og mommu hennar. Bordadi bestu nudlur i baenum a gotuveitingstad thar. Folk streymir a thennan stad og konan sem rekur stadinn situr i haegindastol a gangstettinni og skammtar nudlurnar og er vist ordin forrik af thessari leyniuppskrift sinni. Svona glaerar nudlur med kjuklingi, graenmeti, raekjum og svinakjoti en bara olysanlega godar. Fekk mer svo vatnsmelonudrykk i eftirmat. Eg er mjog hrifin af ollum thessum avaxtasofum sem er haegt ad kaupa herna, allt gert a stadnum ur ferskum avoxtum, skraelad fyrir hvern og einn,  allskonar tegundir. Medal annars otrulega godur drykkur ur avocado og svo lika ur hokkudum vatnsmelonum.
Nu kemur Tam min, elsku stelpan a morgun. Eg hlakka svo til ad sja hana. Vid Dung forum a flugvollinn ad saekja hana. Svo forum vid eftir nokkra daga i fjollin i Sapa.

2 comments:

  1. Gott heyra fra ther Solborg og gaman að lesa bloggid thitt. Hafdu thad afram sem allra best. Allt gott ad fretta hedan, allir senda sinar bestu kvedjur hedan fra Mimi

    ReplyDelete
  2. Sæl Sólborg. Við reiknum með að þú sért enn í fjöllunum og hafir það gott. Allt gengur sinn vanagang hér. Við erum loksins að fá sumarið, þ.e. hita yfir 10 gráðum.
    kv. frá Fjölmenningu og frístundum

    ReplyDelete