Friday, June 3, 2011

Bless bless kuldi og rigning - halló 30 stig!

Jæja, þá förum við í fyrramálið. Það er skrýtin tilfinning að vera að fara aftur til Víetnam og aftur til Hai Phong og Hanoi. Nú er ég alltaf að hugsa um hvort allt sé eins og sé fyrir mér allar göturnar, búðir og staði sem ég man eftir. Kannski verður bara allt breytt! Mér skilst að bílaeignin sé orðin miklu meiri - og var það nú ekki á það bætandi ofan á öll mótorhjólin og cyclo vagnana! En allavega - spáin er 30 stig í hádeginu og 23 stig á kvöldin í næstu viku - smá rigning stundum. Hlakka til að sjá allt fólkið - verður gott að geta komið út þessum 30 + gjöfum sem er búið að kaupa! Læt heyra í mér. Hafið það gott á meðan.
kv. Sólborg

1 comment:

  1. Góða ferð og þú mant að kaupa eitthvað handa mér - bara eitthvað! (Grín).

    ReplyDelete