Saturday, July 2, 2011

neglurnar!

Verd bara ad skrifa sma um neglurnar! Er komin med thessar lika fagurblau neglur a hondum og fotum med rosalega flottu handmaludu skrauti a. Algjor listamadur thessi kona. Eg hef farid einu sinni adur. Thad er nu ekki bara hegominn sem rekur mig a snyrtistofurnar, thad er lika svo god leid til ad fa innsyn inn i lif venjulegs folks og spjalla. Oftast eru svona stadir nefnilega heima hja folki. Eins og naglastofan, Tha gengur madur beint inn i thad daemi og starfsfolkid situr a golfinu a medan thad lakkar og skreytir neglurnar. Thad er samt ein kona sem er best, vann i 9 ar i Hanoi en flutti aftur heim thegar hun atti barn. Eg for i gaer um tvoleytid og tha var enginn og allt rolegt enn eftir hadegismatinn. Konan la a dynu ad svaefa barnid sitt og hinar starfsstulkurnar lagu eins og dukkulisur um allt golf ad leggja sig. Fyrir innan naglastofuna er svo eldhusid og stofan uppi og thar eru mamma og pabbi. Svona er thetta herna. Vinnustadur og heimili folks er mjog gjarnan og yfirleitt sami stadurinn thegar um litlar budir eda veitingastadi er ad raeda. Allavega, atti yndislega stund med stulkunum og sofandi barninu ad spjalla um lifid og tilveruna a medan thaer lokkudu mig af mikilli snilld!

gotulifid og sveitin

Adur en eg haetti thessum bloggskrifum thvi eg legg af stad heim a morgun langar mig ad skrifa sma um gotulifid. Fyrst sveitin. Thegar madur keyrir um sveitirnar ser madur allsstadar folk ad vinna a okrunum, ad raekta hrisgrjon. Thad er allt graent nuna. Thad er hreinlega allt gert i hondunum, i mesta lagi buffolar sem draga plogin. Svona er 85 milljon manna thjod braudfaedd - med striti i hondunum.Vietnamar eru svo til sjalfum ser nogir med mat handa thjodinni. En eg held ad mikid se gert a mjog litlum skala, baendur eru med nokkur svin eda naut eda haenur og fara med a markadinn a morgnana, nyslatrad. Audvitad er lika staerra til thvi nu er haegt ad kaupa kjot og graenmeti i supermarkadi en langflestir kaupa a markadi og thad kemur allt bara her ur nagrenninu og thannig er thad um allt land.
Annad - ad byggja hus! Thad er lika gert i hondunum! Allavega svona venjuleg hus, nokkrar haedir fyrir fjolskyldu. Steypan holud upp i fotum og ja, bara hreinlega byggt med skoflum, spodum og hondunum. Audvitad ekki risablokkir i Hanoi en hef sed thetta mikid her i Haiphong. Gamlir mursteinar i hrugum - menn sem koma og moka thessu i hjolborur upp a litinn bil, ekki grafa, nei nei, hef nu ekki sed thad hingad til. Byggingarvinnan er lika a kvoldin. Thad er svo heitt yfir midjan daginn ad their hamast vid klukkan 10-11 a kvoldin.
Ruslid - thad er nu eitt merkilegt. Eg hafdi sma ahyggjur adur en eg kom ad thad yrdi mikil ruslalykt i hitanum thvi eg veit af ollu ruslinu a gotunum en thad er nu aldeilis ekki! Folkid sem vinnur vid sorphirduna gengur sem sagt um allan daginn - og a kvoldin, i graenum fotum, med hufu, hanska og thykka grimu og sopar ruslinu upp i opna vagna sem thau yta a undan ser. A kvoldin er hringt bjollu thegar thau koma serstaklega og taka rusl fra heimilum sem madur setur bara i vegkantinn. Engar ruslafotur vid husin. Ruslid tekid a hverjum einasta degi i hverri einustu gotu. I serstokum gotum eru svo storir ruslabilar thar sem folkid fer med ruslavagnana sina og taemir tha. Thad verdur audvitad ad taka ruslid oft thar sem folk byr svona otrulega thett og mikid um mys og rottur hugsa eg lika thott eg hafi nu ekki sed nema um tvaer! Svo olikt Islandi hvad ruslid er litid hja einni fjolskyldu her. Eins og her, tha eftir einn dag er thad bara einn litill smapoki kannski! Thad er audvitad thvi thad eru engar umbudir! Ruslid er bara nokkur bein og sma afskurdur af graenmeti og ekki meira! Thad er helst eg sem kem med rusl sem felst i plastfloskum undan vatni.
Folk flytur allt a motorhjolum! Beinlinis allt. Eg hef nu thegar sed svin reyrd nidur aftan a hjoli en sa lika um daginn litlar geitur i burum! Lika endur og kjuklinga, isskapa, velavarahluti, 3 born i einu, dekk, og nefndu thad bara - thad hef eg sed flutt a motorhjolum. Laet thetta duga i bili!

Friday, July 1, 2011

hanoi

Eg var nokkra daga i Hanoi, hofudborginni. Fyrst var eg med Dung og Tam og vid gistum hja systur hans sem byr i uthverfi. Madur hennar er listamadur og gaf mer ad thessu sinni leirlistaverk sem hann hefur gert. Eg vard eftir thegar Dung og Tam foru heim og for a hotel i midbaenum og frilistadi mig a gotunum, kaffihusum og sofnum. Mjog gaman. Systursonur Dung sem heitir Long var med mer einn dag og vid forum i gamla haskolann, otrulega fallegt, listasafn og gengum i kringum vatnid sem er gifurlega fallegt og um falleg hverfi. Einmitt thegar mer leid eins og eg vaeri vid thad ad gegnumbakast i hitanum eins og pizza segir hann gladlega, mikid er nu gott ad thad er ekki svo heitt i dag!
Thad eru mjog margir turistar i Hanoi svo madur vekur nu enga eftirtekt her eins og eg geri enntha i Hai Phong. I hanoi eru lika morg kaffihus, isstadir, barir og veitingastadir af ollum gerdum, italskt, franskt o.s.frv. Otrulega fallegar budir, loksins gat eg verslad eitthvad hahah. Eg veit ad sumir sem thekkja mig trua thvi ekki en eg hef varla verslad neitt! Eiginlega bara einhverjar gjafir og tvaer styttur handa mer. Hef lika fengid ad gjof ansi myndarlegan jade dreka! Er nuna med halfgert samviskubit ad hafa ekki keypt meira!! Tam er buin ad panta chili sem eg aetla ad taka med - og gefa Katrinu og fleirum! Keypti lika otrulega gott sursad mango, nokkra pakka. Sjuklegt! Gef thad lika sem vilja!
Thad var gaman ad tala vid Long, hann sagdi mer allt um fjolskylduna, allavega hans skodanir a ollum! Hann taladi lika um sig og konuna sina, sem er yfirmadur i bokhaldsdeild i JointVenture fyrirtaekinu og hvernig gengi nu ad sameina fjolskyldulifid og framann! Held ad thad gangi nu engan veginn upp nema folk hafi ommur og afa til ad hugsa um bornin og elda! Eins og thau hafa, mamma hans og pabbi bua hja theim. Okei, profa ad setja thetta inn, vona ad thad komist inn. Er i skrifstudi - var ad koma ur kvedjuhadegismat hja systur Dung thar sem allir voru maettir og buin ad fa mer nokkur bjorglos - veitti ekkert af thvi i hitanum og solinni i dag!

bordadi skjaldboku!

Sael og blessud
Var buin ad skrifa langt blogg um ferd mina til hanoi en thad mistokst ad setja thad inn. Tha vard eg svo pirrud a thessu ad eg hef ekkert skrifad nuna. En eg sem sagt bordadi skjaldboku um daginn. Thaer kallast Baba a vietnomsku. Vid forum a finan veitingastad og thetta var sem sagt adalretturinn. Soldid eins og Kentucky fried kjuklingabitar en bragdadist merkilega likt supukjoti verd eg ad segja. Sidan var skelin! eda fitulag undir skelinni eda eitthvad svoleidis framborid i supu. Eg er nu alveg haett ad kippa mer upp vid thad sem eg borda, thad thydir ekkert. Bara go local, thad er langbest. Hafa bara nog af Imodium toflum med ser ef madur faer adeins i magann! Frabaerar toflur! Maeli lika med solaroliu, ekki kremi eda spreyi, heldur oliu til ad setja a sig, tha faer madur ekki nuddsar eftir fotin i hitanum. Eg aetla ad profa ad setja thetta inn.